Flytja til bandaríkjanna

    982

    Hæhæ, hvað þarf maður að gera til að flytja til bandaríkjanna? eru ekki einhver skilyrði sem þarf að uppfylla?

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Það fer algjörlega eftir því í hvaða tilgangi þú ert að flytja. Ætlarðu að fara í nám í Bandaríkjunum, ætlarðu að finna þér vinnu, er maki þinn bandarískur…

    Reglur um innflytjendur eru mjög strangar í Bandaríkjunum og sem Íslendingur (og þá partur af Schengen) máttu vera í landinu í 90 daga án vegabréfsáritunar en þú þarft þó alltaf gilt ESTA (https://esta.cbp.dhs.gov/) til að komast inn í landið, ásamt bandarísku heimilisfangi, og gildir það í 2 ár frá útgáfudegi.

    Hyggist íslenskur ríkisborgari dvelja lengur en 90 daga í Bandaríkjunum þarf hann að sækja um vegabréfsáritun í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi.

    Við mælum með að þú skoðir þetta og svo er einnig hægt að hafa samband við Stjórnarráð Íslands.

    Mbk.

    Áttavitinn ráðgjöf.

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar