Hæhæ, hvað þarf maður að gera til að flytja til bandaríkjanna? eru ekki einhver skilyrði sem þarf að uppfylla?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Það fer algjörlega eftir því í hvaða tilgangi þú ert að flytja. Ætlarðu að fara í nám í Bandaríkjunum, ætlarðu að finna þér vinnu, er maki þinn bandarískur…
Reglur um innflytjendur eru mjög strangar í Bandaríkjunum og sem Íslendingur (og þá partur af Schengen) máttu vera í landinu í 90 daga án vegabréfsáritunar en þú þarft þó alltaf gilt ESTA (https://esta.cbp.dhs.gov/) til að komast inn í landið, ásamt bandarísku heimilisfangi, og gildir það í 2 ár frá útgáfudegi.
Hyggist íslenskur ríkisborgari dvelja lengur en 90 daga í Bandaríkjunum þarf hann að sækja um vegabréfsáritun í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi.
Við mælum með að þú skoðir þetta og svo er einnig hægt að hafa samband við Stjórnarráð Íslands.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?