Framhjáhald hjá foreldri

    102

    Hæ, Pabbi minn er að stunda framhjáhald og er mögulega buinn að vera að þvi í í meira en ár. Ég sá einhvað sma glitta í einhver skilaboð fyrir ári á milli hans og einhvers manns. Þá byrjaði mig að gruna eitthvað en núna fyrir nokkrum dögum sá ég skilaboð á milli hans og einhverri konu sem nánast gulltryggðu að hann væri að halda framhjá mömmu minni og hausinn minn er búinn að vera á hundrað síðan. Ég veit ekkert hvað ég á að segja, hvern ég a að tala við eða hvað ég á að hugsa. Ég hef misst nánast allt álit á pabba mínum.

    Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.

    Framhjáhald er alltaf snúið mál og það er ekki eitt rétt svar við þessu. Mikilvægt er að átta sig á að það er ekki manni sjálfum að kenna ef að foreldri manns er að halda framhjá og þú berð ekki ábyrgð á því. Ef þú treystir þér til að þá geturu spurt pabba þinn út í það sem þú sást. Það sem ég myndi mæla með er að ræða þetta við einhvern sem þú treystir hvort sem það er vinur, fagaðili eða fjölskyldumeðlim sem er ekki beintengdur foreldrum þínum og ekki birgja þetta með sjálfum þér. Það getur líka verið gott að skrifa niður í ,notes’ í símanum eða skrifa í dagbók um tilfinningarnar sínar.

     

    Með bestu kveðju

    Ráðgjöf Áttavitans


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar