Hvernig virkar framvirk millifærsla á sparireikninga sem eru lokaðir?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Það ætti ekki að skipta máli hvort að reikningurinn sem millifærslan fer á sé opinn eða lokaður. Þú getur stofnað staka millifærslu sem fer í gegn á ákveðnum degi undir millifærslur og skráir upplýsingar um á hvaða reikning og af hvaða reikning upphæðin fer.
Það er bæði hægt að skrá þetta sem framvirka eða reglulega millifærslu (sbr. sjálfvirkur sparnaður) og þá þarf bara að velja greiðsludagsetningu og staðfesta.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?