Ef strákur tekur inn mikið salt, getur það komið i veg fyrir að hann eignist börn?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Það virðist engin rannsókn hafa verið framkvæmd á karlmönnum sem styðja þessa kenningu en hinsvegar hafa rannsóknir á dýrum leitt í ljós að of mikil salt inntaka geti seinkað kynþroska og skert frjósemi, t.d. getur orðið minni hreyfigeta á sæðisfrumunum.
En það þarf þá að vera ansi mikið salt. Þrefalt til fjórfalt meira magn en ráðlagður dagsskammtur hefur verið nefnt.
En þetta er bara eins og með svo margt annað, of mikið af einhverju getur haft skaðleg áhrif.
Ýmsar rannsóknir hafa svo sýnt fram á að rétt magn af salti hafi mögulega jákvæð áhrif á sæðið.
Stilltu salt inntökunni í hóf þar sem hún getur haft neikvæð áhrif á líkamann í of miklu magni og þú ættir að vera í góðum málum.
Það er þó alveg í lagi að salta poppið sitt extra vel 🙂
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?