Gæti brún útferð tengst pillunni?

1573

Góðan dag,

Í gær mánudag átaði ég mig á því að ég gleymdi að taka pilluna mína á sunnudaginn svo ég tók tvær pillur. Samt sem áður byrjaði að koma svo brún útferð. Í dag, þriðjudag, tók ég pilluna mína (seinna en ég er vön) en það er samt að koma brún útferð og hún er orðin meiri en hún var í gær.
Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta sé eðlilegt að það byrji að koma brún útferð eftir svona ‘klúður’ eða getur verið að pillan mín (benidette) sé ekki nógu góð fyrir mig?

Ætti ég að halda áfram með pilluspjaldið mitt eða taka pásu og fara á túr og byrja svo á nýju spjaldi?

Ég ráðlegg þér að klára spjaldið eins og vanalega og sjá hvort blæðingarnar koma ekki á réttum tíma. Þú skalt nota smokkinn til öryggis, ekki treysta á pilluna ef það liðu meira en 12 klst frá því að þú áttir að taka hana. 

Það geta komið fram svona milliblæðingar, kannski vegna þess að þú gleymdir pillunni, eða vegna þess að þessi tegund hentar þér ekki nógu vel. Það er þó erfitt að meta það út frá einu skipti. Svo þarf líka að hafa í huga að milliblæðingar eða breytingar á útferð geta verið einkenni kynsjúkdóms eða óléttu. Þannig að þú skalt hafa það í huga að fara í tékk á heilslugæslu eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Einnig skaltu taka þungunarpróf ef að einhver séns er á því að þú sért ólétt.

Ef að þessi próf eru neikvæð eða þú hefur ekki verið að stunda kynlíf, og því ekki séns á kynsjúkdóm eða óléttu, þá ráðlegg ég þér að klára spjaldið og byrja á því næsta eins og þú ert vön. Ef að aftur koma fram milliblæðingar í næsta tíðarhring þá skaltu ræða það við lækni hvort að það sé réttast að þú prufir aðra tegund af pillu.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar