Gæti ég mögulega verið að ýta undir eitthverja sjúkdóma?

218

Ég sef 5 – 6 tíma á nóttu og borða tvær máltíðir á dag, kvöldmat og svo oftast ristabrauð á miðnætti. ég veit að þetta er óhollur lífstíll en gæti ég mögulega verið að ýta undir eitthverja sjúkdóma, bilanir lífæra eða annað sem gæti heft mig í lífinu?

Það er auðvelt að fá tíma hjá lækni og biðja um blóðprufu til að kanna hvernig næringarstatusinn á þér er.  Það er ekkert sérstakur líffsstíll að borða bara tvær máltíðir á dag en líklega getur það gengið ef þessar máltíðir eru vel samansettar, fjölbreyttar, með vítamínum og steinefnum, próteini, fitu og kolvetnum og trefjum.  Þetta fer mikið eftir aldri, við hvað þú starfar og hvað þú ert að borða.  Kannski gætir þú bætt inn drykk, fyrripart dagsins, skyrdrykk, næringardrykk eða boosti sem gæti hjálpað þér að ná þessu í betra jafnvægi.   Endilega pantaðu þér tíma hjá heimilislækni og ræddu málin þar, fáðu blóðprufu til að sjá hvernig þú stendur.  Gerðu það sem fyrst, ef þú skildir vera að fara illa með líkamann þá er betra að grípa inn í fyrr en síðar.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar