Gæti ég smitast aftur af klamydíu?

309

Ég er í föstu sambandi og greindist með klamydíu fyrir næstum því tveimur vikum og við fengum bæði meðferð við henni (azithromycin 2 töflur). Ég hélt það þyrfti bara að bíða í viku eftir að stunda kynlíf aftur en var að komast að því að við áttum að bíða í 10 daga. Við biðum í 7 daga. Ætli það séu líkur á endursmiti? Ætti bakterían ekki að vera horfin úr líkamanum eftir heila 7 daga?

Það eru litlar líkur á endursmiti eftir að hafa beðið í viku.  Það eru samt því miður þekkt tilfelli þar sem ein meðferð dugar ekki.  Þannig að til að vera 100% er fínt að skila inn annari þvagprufu til að vera viss um að vera laus við bakteríuna.  Þú getur haft samband á heilsugæsluna þína og fengið beiðni frá hjúkrunarfræðing til að skila inn prufu.  Einfalt og ókeypis.

Gangi ykkur vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar