Ætti ég að fara í greiningu við Klamydíu ef mér svíður annað slagið við þvaglát og það kemur gulur vökvi einungis með sáðláti annars ekki ??
Sæll og takk fyrir spurninguna.
Já, ég hvet þig til að láta skoða þetta. Hægt er að panta tíma hjá „Húð og kyn“ alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 í síma 543-6050. Læknar eru á vakt alla virka daga. Þeir taka á móti fólki til kl. 14:00 en hjúkrunarfræðingar taka á móti fólki til kl. 15:30.
Einnig mæli ég með að þú kíkir á þessa stuttu grein af Áttavitanum um sjúkdóminn: https://attavitinn.is/heilsa-kynlif/kynsjukdomar/klamydia
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?