Gæti ég verið ólétt þótt að ég byrji á túr?

1324

Hæhæ

Eg atti að byrja a túr 14 – 21 og eg byrja yfirleitt a milli 14 – 16 en það er komin vika og 1 dagur síðan eg atti að byrja og eg byrjaði i dag (22.09) betra sagt vaknaði eg við ekkert sma slæma verki eg var búin að taka 2 þungunarpróf og bæði neikvætt eg hef aldrei fengið slæma turverki aður en núna er mer bara óglatt og get valla staðið upp úr rúminu mínu af verkjum er það eðlilegt? Gætu blæðingarnar stoppað útaf eg var úti i útlöndum þegar að eg atti að byrja? En af hverju eru verkirnir mínir hundrað sinnum verri en þeir hafa alltaf verið? Gæti eg verið þunguð þótt að eg byrja a túr?

Það gæti verið rétt hjá þér að útlönd hafi valdið því að blæðingarnar frestist.  Það ættu samt ekki að fylgja því neinir hræðilegir verkir.  Það er séns að vera ólétt þó að þú fáir blæðingar en ef þú hefur tekið þungunarpróf og þau verið neikvæð þá er það ólíklegt.  Þú gætir þó prófað að bíða í 3-4 daga og taka svo aftur próf.

Svona slæmir túrverkir eru þó ekki einkenni þungunar þannig að það er ólíkleg skýring.

Ef það er séns á kynsjúkdómum þá ættir þú að láta athuga það, það getur valdið rugli á blæðingum og verkjum.  Einnig þarf að panta tíma hjá lækni ef verkirnir eru svona slæmir eins og þú lýsir. 

Pantaðu þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni, hjá kvensjúkdómalækni eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma (s. 5436050).  Ef verkir eru mjög slæmir ættir þú ekki að bíða og fara beint á læknavaktina.

Vona þér gangi vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar