í hvaða gám fara geisladiskar ?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Geisladiskar eru úr plasti og fara þess vegna í grænu tunnuna við næstu grenndargáma eða í flokkun sem heitir ,Plastumbúðir og annað plast’ hjá Sorpu, til að fá meiri upplýsingar um hvernig við flokkum er hægt að skoða heimasíðu Sorpu sem sér um flokkun á höfuðborgarsvæðinu https://www.sorpa.is/
Með kveðju
Áttavitinn ráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?