Ég var að byrja á pillunni yasminelle fyrir 9 dögum síðan, ég var á túr í viku eins og venjululega. En daginn eftir að ég hætti á túr gleymdi ég pillunni og um kvöldið/nóttina byrjaði ég á túr aftur (miklum). Hvað þýðir það eiginlega, get ég gert einhvað svo ég verð ekki lengur á túr?
Hæ
Þú getur því miður ekkert gert til að stoppa blæðingarnar. Þú skalt bara taka pilluna áfram reglulega og sjá hvort blæðingarnar stoppi ekki fljótt. Svona milli blæðing er oftast ekki mikil eða í marga daga. Ef það er séns á því að þú sért ólétt eða með kynsjúkdóm þá ráðlegg ég þér að tékka á því þegar blæðingarnar verða óvenjulegar. Þannig að til öryggis ættir þú að taka þungunarpróf og panta tíma á heislugæslu í Klamydíutest.
Líklegast er þetta milliblæðing sem hættir fljótt aftur.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?