Get ég orðið ólétt af vökvanum úr typpinu?

410

Hæ !
Ég á erfitt með að finna svar við þessari spurningu á netinu en ég verð oft stressuð eftir kynlíf þegar ég velti þessu fyrir mér :
Hann fer inn í mig án smokks og það gengur þannig í smá stund. Hann setur smokk á, við gerum það að alvöru og hann fær það. Þetta gengur svona kannski 3-4 sinnum.
Hverjar eru líkurnar á óléttu ef hann fer inn í mig án smokks en fær það ekki? Hverjar eru líkurnar á óléttu vegna precum?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það kemur vökvi úr typpinu áður en fullnæging á sér stað og getur sá vökvi innihaldið sáðfrumur. Auðvitað minnkar það eitthvað líkurnar á að þú verðir ólétt ef þið stundið rofnar samfarir en það er alls ekki öruggt. Það er erfitt að gefa upp nákvæmar líkur á óléttu en þær eru til staðar. Ef að blæðingum seinkar eða koma ekki þá skaltu taka þungunarpróf.  Bíddu þar til þú ert komin 3-4 daga fram yfir blæðingatímann áður en þú tekur prófið.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar