Get ég sleppt síðustu pillunum og farið beint í pillupásu?

257

Hæhæ, eg er að velta einu fyrir mér. Ég er nýbyrjuð á pilluni og er á þriðja spjaldi. Ég á 4 pillur eftir en ég vil fara á túr sem fyrst þannig eg var að spá hvort ég megi sleppa því að taka þessar 4 og fara bara í pillupásuna núna? Mun það breyta einhverju og mun ég fara á túr á réttum tíma þá?
Væri til í að fá svar sem fyrst ef þið gætuð:) fyrirfram þakkir

Hæhæ

Já það er í lagi en þú verður þá að nota aðra vörn, smokkinn, mánuðinn á eftir þar sem þetta hefur áhrif á öryggi pillunnar. Það er aðeins mismunandi eftir tegundum en til að vera viss þá skaltu nota smokkinn fram að næstu blæðingum.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar