Get ég sótt um jöfnunarstyrk/dreifbýlisstyrk ?

213

Get eg sótt um jöfnunarstyrk/dreifbýlisstyrk ef eg er buin að flytja lögheimilið mitt til Reykjavíkur en er samt frá Akureyri?

Hæhæ,

Okkur sýnist á öllu að þú verðir að vera með lögheimilið skráð á Akureyri. Þau útskýra það á vef Lín með þessum orðum:  „Eitt af grunnskilyrðum fyrir jöfnunarstyrk er að nemandi geti sýnt fram á tengsl við lögheimili sitt.

Réttarstaða allra umsækjanda miðast við lögheimili eins og það er skráð í þjóðskrá þann dag sem auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

Þessi tengsl geta t.d. verið að fjölskylda námsmanns búi á staðnum, að námsmaður sé þar með þinglýstan leigusamning eða eigi fasteign þar skv. fasteignavottorði.

Í reglugerð um námsstyrki er fjölskylda skilgreind sem foreldrar, forráðamaður, ömmur, afar, maki skv. skráðri sambúð eða börn.“

Skoðaðu vel heimasíðu Lín um jöfnunarstyrk, http://www.lin.is/lin/Jofnunarstyrkur.html  og hafðu samband við þau þar, það er líklega enginn betri að svara þessari spurningu en þau þar.‘

Gangi þér vel,

Tóalráðgöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar