Get ég verið með kynsjúkdóm

    175

    hæ, ég hef stundað kynlíf tvisvar, í byrjun júlí ca og byrjun október ca. Ég hef áhyggjur af því hvort ég gæti verið með einhvern kynsjúkdóm en ég þori ekki að láta foreldra mína vita. Ég veit að ég er ekki ólétt. Hvernig gæti ég tékkað á þessu án þess að foreldrar mínir fái að vita? Ég er btw ekki orðin 15. Ég var með smá magaverki fyrst en svo var ekki neitt meir.

    Hæhæ,

    Til þess að athuga hvort þú sért með kynsjúkdóm er best að fara til læknis til að athuga það.  Þú getur til dæmis pantað tíma á Göngudeild húð- og kynsjúkdóma í síma 5436050. Það kostar ekki neitt að fara á Húð og kyn. Einnig geturu rætt það við heimilislækni á heilsugæslunni í því hverfi sem þú býrð eða þú pantað þér tíma hjá kvensjúkdómalækni.

    Það eru til lög sem varða börn undir 15 ára aldri um réttindi skjúklinga. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1994 skulu foreldrar, sem fara með forsjá barns, veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð þess ef barnið er yngra en 16 ára.

    Í sama ákvæði segir jafnframt að sjúk börn skuli höfð með í ráðum eftir því sem kostur er og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri.

    Því er líklegt að læknir beri að skýra foreldri frá því ef þú greinist með kynsjúkdóm og þarft að undirgangast meðferð vegna sjúkdómsins.

    En burt séð frá því þá er gríðarlega mikilvægt að þú leitir til læknis og fáir meðferð ef þú ert með kynsjúkdóm. Gangi þér vel og mundu eftir smokknum.

    Kær kveðja,
    Áttavitinn ráðgjöf

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar