Geta foreldrar sem eru annað A+ og hitt B+ geti eignast barn í 0- blóðflokki ?

496

Góðan dag.
Mig langar að vita hvort foreldrar sem eru, annað A+ og hitt B+ geti eignast barn í 0- blóðflokki ?

Það er ólíklegt en ekki ómögulegt.  Líklegasta útkoman er að barnið sé AB+  þar á eftir kæmi A+ eða B+.  Minnstar eru líkurnar á O flokki en alveg séns.  Foreldrar sem eru RH+ geta verið með bæði + og – þar sem + er ríkjandi þá verður flokkur þeirra +  en ef þau eru samt sem áður með + og – ( í stað + og +) þá getur barnið orðið – og –  sem sagt RH –   (dahæs….pínu flókið en samt ekki…)

En til að svara spurningunni:  Já  A+ og B+ foreldrar geta eignast barn í O-

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar