Geta grasreykingar haft áhrif á niðurstöður þungunarprófs?

250

Hæhæ, hef smá áhyggjur!
Ég er sein á túr og vandamálið er að ég veit ekki hversu sein ég er, tók pásu á pillunni til að taka hana á réttum tíma inn, var að bíða eftir að ég byrji á túr en hef ekki byrjað og ég flutti frá íslandi og er búin að vera hérna í mánuð og ég var ekki nýlega á túr áður en ég flutti hingað og ég tók óléttu próf fyrir sirka viku síðan það koma neikvætt og hef svo miklar áhyggjur að ég tók annað bara áðan og það kom líka neikvætt. Því ég reykti gras hérna úti og vínkona mín sagði mér að það getur komið vitlausar niðurstöður því ég reykti grass. er það rétt ?

Nei reykingar hafa engin áhrif á niðurstöðu þungunarprófs, alveg sama hvort þú reykir gras eða tóbak eða hvað.  Það getur verið að spennan við að flytja og allar breytingarnar séu að hafa þessi áhrif á þig að blæðingarnar koma ekki.  Ef þú hefur tekið tvö óléttupróf með viku millibili sem voru neikvæð þá ættir þú að vera nokkuð örugg um að þú sért ekki ólétt.  Þú skalt bara bíða aðeins í viðbót og sjá hvort blæðingarnar koma ekki, passa bara að nota þá aðra getnaðarvörn ef þú hefur samfarir áður en þú byrjar á pillunni.  Ef þú ert mjög grönn, ert undir álagi eða sovna miklar breytingar eins og flutningar gera haft áhrif.  Ef blæðingarnar koma ekki næstu vikur þá getur þú pantað þér tíma hjá lækni til að vera viss um að allt sé ok.  Lang líklegast er allt í fína lagi.

Gangi þér vel.

 

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar