Getur maður orðið óléttur ef maður sefur hjá á seinasta degi pillunnar, semsagt daginn áður en þú tekur þá seinustu.
Hæ
Já það er alveg séns á því sérstaklega ef þú hefur ekki tekið pilluna reglulega. Ef þú hefur tekið pilluna samkvæmt ráðleggingum þá eru mjög litlar líkur á því að verða ólétt. En best er að sjá bara til í nokkra daga hvort blæðingar komi ekki eins og vanalega. Ef ekki eða ef þig grunar að þú sért ólétt þrátt fyrir blæðingar þá skaltu taka þungunarpróf, þú ættir að geta treyst á niðurstöðurnar 3-4 dögum eftir fyrsta dag blæðinga.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?