Getur mamma mín bannað mér að fara til pabba míns því ég stend mig ekki i skólanum?

236

Getur mamma min bannað mér að fara til pabba mins þvi eg stend mig ekki i skólanum??

Hæhæ og takk fyrir spurninguna.

Ég ætla að gera ráð fyrir að foreldrar þínir deili forræði, eða að pabbi þinn sé a.m.k. með umgengnisrétt.

Sameiginleg forsjá er í stuttu máli í stuttu máli þannig að þú dvelur að staðaldri hjá öðru foreldrinu, en hjá hinu á tilteknum tímum eða tímabilum eftir samkomulagi. Þarna er talað um umgengnisrétt. Það foreldri sem barnið hefur lögheimili hjá ræður hversdagslegum athöfnum þess. Allar meiriháttar ákvarðanir sem varða hagi barnsins, svo sem búsetu-, skóla- og fjármál þarfnast samþykki beggja foreldra.

Umgengnisréttur á að tryggja barni og foreldri (því sem barnið á ekki lögheimili hjá) ákveðinn tíma til að vera saman. Hversu langur þessi tími er og hvernig honum er háttað fer eftir samkomulagi foreldra. 

Þar sem þú ert á aldrinum 14-16 ára þá skiptir vilji þinn miklu máli hvað varðar umgengni.

Ef foreldrar þínir deila forræði þá myndi ég segja að mamma þín gæti ekki bannað þér að fara til pabba þíns, og þar af leiðandi bannað pabba þínum að hitta þig. Hér er einfaldast að tala saman og ræða tilfinningar sínar opinskátt. Einnig hvet ég þig til að veita skólanum athygli og leggja þig fram við að ná árangri í náminu.

 

Kíktu endilega á grein um forræði sem birtist hjá okkur 2012, en svar mitt byggir að miklu á þessari gömlu en góðu grein: https://attavitinn.is/fjolskyldan-og-thu/fjolskylda/forraedi 

Þú gætir líka fundið gagnlegar upplýsingar um umgengnisrétt hér: http://www.syslumenn.is/thjonusta/fjolskyldumal/umgengni/ 

Gangi þér rosalega vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar