Getur verið að neyðarpillan hafi ekki virkað ?

1939

Hæhæ,
Ég svaf hjá strák og það kom upp það óhapp að hann fékk það áður en við settum smokkinn. Ég tók neyðarpilluna innan við sólarhring eða um 8-9 tímum eftir (þetta gerðist fyrir viku) og ég er enn ekki byrjuð á túr. Getur verið að hún hafi bara ekki virkað eða getur komið fyrir að maður fari ekki á túr strax ?

Það getur gerst að blæðingar komi ekki þó þú takir neyðarpilluna, ekkert óeðlilegt við það.  Neyðarpillan mjög örugg sérstaklega þegar hún er tekin svo fljótt eftir samfarir eins og þú gerðir.   Neyðarpillan veitir um 95% öryggi sé hún tekin innan 24 klst eftir samfarir eins og þú gerðir.  En þar sem pillan veitir ekki 100% vörn þá er best hjá þér að sjá til þar til blæðingar eiga að byrja og taka þungunarpróf þá til að vera viss.

Neyðarpillan inniheldur mikið magn af hormónum og er því ekkert óeðlilegt að notkun hennar hafi áhrif á tíðarhringinn. Því er ekki hægt að treysta því endilega að næstu blæðingar verði á réttum tíma, þannig að þú skalt bara taka próf og ef það er neikvætt en blæðingar koma ekki getur þú tekið annað próf eftir um viku og þú getur treyst á niðurstöður þess. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur þó tíðarhringurinn riðlist hann kemst í reglu aftur tiltölulega fljótt.

Gangi þér vel

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar