Getur verið að sjálfsfróun auki útferð?

301

Getur verið að sjálfsfróun auki útferð? ég er ekki byrjuð á blæðingum

Við sjálfsfróun verður aukin slímmyndun í leggöngunum þannig að útferðin getur aukist tímabundið.  Einnig við það að hugsa um kynlíf eða s.s. verða gröð þá eykst útferðin.  Það er í fínu lagi og allt saman eðlilegt.   Einnig getur útferðin breytst ef þú ferð að byrja á blæðingum fljótlega.  Ef þetta er eitthvað pirrandi þá skaltu bara nota lítið bindi í nærbuxurnar sem þú getur skipt um reglulega.  Það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessu nema ef þig svíður eða klæjar eða kemur mjög vond lykt af útferðinni.  Annars er litur, þykkt og magn  allskonar og eðlileg.

Bestu kveðjur. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar