Gröfur

    55

    Góðan Daginn.
    Ég var að velta fyrir mér ég er 18 að verða 19 ára gamall og hef áhuga á því að vinna við Gröfu en er ekki alveg viss hvar á að byrja

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Til þess að geta starfað á gröfu þarftu vinnuvélaréttindi. Nemendur þurfa að hafa náð 17 ára aldri og hafa almenn ökuréttindi til að geta verið með vinnuvélar í umferð utan lokaðra vinnusvæða.

    Um er að ræða bóklegt námskeið á viðkomandi vinnuvél ásamt bóklegu prófi og að því loknu fer fram verkleg þjálfun sem endar með verklegu prófi á vegum Vinnueftirlitsins. Ökuskólar sjá um þessi námskeið.

    Hér eru frekari upplýsingar.
    https://island.is/verklegt-prof-og-rettindi-a-vinnuvel
    https://vinnueftirlitid.is/velar-og-taeki/vinnuvelarettindi

    Gangi þér vel.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar