Hann hætti að fá það í kynlífinu

251

Ég og kærastinn minn höfum verið saman i um það bil eitt ár og hann hefur alltaf fengið það þangað til fyrir svona 2 manuðum þa hætti hann að fa það i kynlifi og við vorum að pæla hvort það væri eitthvað sem gæti hjalpað honum að fa það

Það er margt sem getur verið að hafa áhrif á þetta hjá honum.  Líklegasta skýringin er að hann sé stressaður, undir álagi eða annars hugar.  Jafnvel gæti þetta verið orðinn vítahringur, sem virkar þannig að þetta hefur gerst í eitt eða tvö skipti, -að hann hafi ekki fengið það með þér af einhverjum ástæðum sem þurfa alls ekki að tengjast ykkar sambandi eða kynlífi.  Eftir það fer hann að hugsa um þetta og hafa áhyggjur af því að fá það ekki og það skemmir svo fyrir einbeitingunni og hann fær það ekki þess vegna.  Endilega ræðið málin og reynið að hafa ekki áhyggjur af þessu.  Gæti verið gott að kela bara í nokkur skipti og sleppa því að hafa samfarir, margt annað hægt að gera í kynlífinu og sjá hvernig það gengur.  Munið að hlæja og hafa gaman.  Og það er mikilvægt fyrir þig að vita að þetta hefur ekkert með þig að gera heldur hans hugarástand;  þetta hefur heldur ekkert með hrifningu hans eða ást á þér að gera.  Ræðið þetta opinskátt, þetta mun líða hjá og ef ekki þá væri best að tala við lækni, sálfræðing eða kynfræðing. 

Það er auðvitað mögulegt að þetta eigi sér einhverjar líkamlegar orsakir en það er ólíklegt ef hann finnur engin önnur einkenni eins og óþægindi eða verki.  Þú gætir líka spurt hann hvort hann fái það þegar hann stundar sjálfsfróun.  Ef hann fær það þá, þá er vandinn ekki líkamlegur.

Stundum verður stress við að þóknast makanum í rúminu svo mikið að það truflar hinn einstaklinginn við að fá það.  Það er margt sem getur verið málið þannig að þér er velkomið að skrifa aftur og lýsa þessu betur.  Byrjið á að ræða málin, af einlægni og hreinskilni.  Bara það gæti strax hjálpað. 

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar