Hæ hæ
Ég er i sambandi með strák sem er alltaf að tala um að hann vilji að eg totti hann og hann vil fá að klára. Ég er ekki tilbúinn en hann er samt alltaf að tala um þetta. Ég er búinn að segja að eg se ekki til. Hvað á eg að gera?
P.s. er sæði gott?
Hæ
Haltu þínu striki. Ekki gera neitt sem þú ert ekki tilbúin í og það er frekar lélegt af honum að vera að suða um eitthvað sem þú hefur sagt að þú sért ekki til í. Þetta er ekkert gaman ef manni langar ekki og það á að virka þannig fyrir hann líka. Sem sagt hann á ekki að vilja að þú gerir eitthvað sem þig langar ekki, það er ekki gaman og ekki gott.
Það er algjörlega eðlilegt að vera ekki tilbúin að í veita munnmök og líka eðlilegt að langa ekki að hann fái það upp í þig. Þú ert sko alls ekki ein um að vera ekki til í þetta. Kannski kemur að því að þig langar að prufa og kannski bara ekki og þá er það bara þannig, sorry man.
Sæði er oft bragðlaust en getur líka verið með pínu beisku bragði, myndi líklegast seint kallast eitthvað gott á bragðið…hef amk. aldrei heyrt neinn eða neina lýsa því sem góðu.
Bestu tótalkveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?