Hef aldrei verið svona lengi á blæðingum áður

621

Ég er búin að vera á blæðingum í 2 vikur og er aldrei svona lengi. Ég er mjög hrædd. Hvað getur þetta verið?

Það er mjög erfitt að segja til um hvað gæti verið ástæðan.  Það væri gott að hafa meiri upplýsingar eins og hvort þú sért á pillunni, hvort það sé séns á óléttu eða kynsjúkdómum.  Hafa blæðingar hingað til verið reglulegar, eru blæðingarnar miklar eða fylgja miklir túrverkir.

Það er best hjá þér að hafa samband á heilsugæsluna þína og fá viðtal við hjúkrunarfræðing eða lækni.  Ef það er séns á óléttu þá skaltu taka þungunarpróf fyrst.  Það stoppa ekki alltaf blæðingar við óléttu, þær geta líka breyst og jafnvel aukist.   Þú gætir líka pantað þér tíma hjá kvensjúkdómalækni og fengið skoðun og ráðleggingar þar.

Ráðlegg þér að hafa samband við heilsugæsluna á morgun og fá viðtal/símtal við hjúkrunarfræðing sem getur þá leiðbeint þér áfram.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar