Hef fengið sár stundum á typpið

488

Hef fengið sár stundum a typpið en aldrei verið neitt svaka mál. Hverfa bara eftir sma tíma. En nu fyrir nokkrum dögum fekk eg vond sar og er bara aumur og rauður og með a kóngnum sjálfum. Fór til læknis og hann tók eh sýni en eg get vart gengið seinustu tvo daga þvi mer er svo fáránlega illt. Ma varla snerta þetta og ofboðslega vont að bretta upp a typpið, fer næstum að grenja i sturtu þegar eg geri það. Svaf hjá stelpum an smokks tvisvar undanfarið svo einni með smokk eftir það. Getur þetta verið eh voðalega hættulegt og hvað á ég að gera?

Flott hjá þér að vera búinn að fara til læknis.  Þú ættir að fá svar við þessum prufum fljótt.  Ef það eru liðnir einhverjir dagar þá skaltu hringja á heilsugæsluna eða skrifstofu þess læknis sem þú fórst til og óska eftir niðurstöðunum, þú þarft að fá rétta meðferð við þessu sem allra fyrst.  Þú getur beðið um símtal við vakthjúkrunarfræðing til að fá niðurstöðu eða þá fengið símatíma hjá lækninum.  Það er ómögulegt að segja hver ástæðan gæti verið, en mjög ósennilegt að þetta sé eitthvað hættulegt.  Líklega fyrst og fremst óþægilegt.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar