Hef stundað óvarið kynlíf með tveimur einstaklingum, gæti ég verið ólétt og hvernig veit ég hver er faðirinn?

316

Herðu ég stundaði kynlíf með fyrrverandi fyrir 2 -3 vikum síðan og við notum aldrei smokk og það er búið að vera þannig í 1 ár og hann fær það alltaf inn í mig en við hættum saman og ég fór heim með öðrum strák og notuðum ekki smokk en hann tók hann út áður en hann fékk það inn í mig. Gæti ég verið ólétt? Er búin að vera flökurt alveg lengi og hausverk og verki niðri. En ef svo hver gæti þá verið pabbinn???

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þú gætir pottþétt orðið ólétt þó hann taki “hann” út áður en hann fær það. Þannig að það er langt í frá að vera örugg getnaðarvörn. Ástæða þess er að það kemur vökvi úr typpinu áður en fullnæging á sér stað og getur sá vökvi innihaldið sáðfrumur. Auðvitað minnkar það eitthvað líkurnar á að þú verðir ólétt ef þið stundið rofnar samfarir en það er alls ekki öruggt.

Varðandi faðerni barns þá getur þú reynt að fá hugsanlega feður í faðernispróf.  Það getur reynst dýrt, bæði fyrir þig og einstaklinginn.  Sá sem er faðirinn þarf að borga faðernisprófið, en þeir sem ekki reynast líffræðilegir feður þínir þurfa ekki að borga faðernisprófið heldur gerir ríkið það.  Þú gætir hins vegar þurft að borga málskostnað þeirra.

Gangi þér vel og ég hvet þig til að stunda varið kynlíf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar