Hef verið að pæla með brjóstlyftingu , er ekki ánægð með mín og langar að fara í þannig aðgerð einhvern daginn.
Hvernig virkar þessi aðgerð ?
Þarf maður að vera í einhverri ákveðni þyngd ?
Hvaða aukaverkanir eru ?
Hvað er hún að kosta sirka ?
Er algengt að konur fari í svona aðgerðir ?
Er hættulegt að fara í þetta ?
Hæ
Það eru til margskonar lítaaðgerðir fyrir brjóstin, minnkun, lyfting, stækkun. Það er spurning hvað þú átt við og hvað hentar þér. Stundum þarf að minnka brjóstin til að lyfta þeim, ef brjóst eru sigin en ekki stór þá væri kannski brjóstastækkun málið eða að fá fylliefni í brjóstin. Þetta þarf lítalæknir að meta og ráðleggja út frá þínum brjóstum. Þetta eru aðgerðir sem gerðar eru í svæfingu og geta haft einvherja fylgikvilla í för með sér og því ætti að hugsa sig vel um. Það koma alltaf einvher ör, það eru sem betur fer litlar líkur á sýkingu en smá áhætta þó, næmni í húðinni/geirvörtu getur breyst. Það er ekki stór áhætta við brjóstaaðgerð en alltaf eitthver áhætta t.d. bara við það að fara í svæfingu. En þetta er eitthvað sem læknir metur áður en þú ferð í aðgerðina og allt er gert til að gera aðgerðina sem öruggasta. Til dæmis er mikilvægt að huga vel að heilsunni, mataræði er mikilvægt til að sárin grói vel. Mjög mikilvægt er að reykja ekki. Ég er ekki viss hve mikil áhrif þyngdin hefur en vissulega þarf að taka tillit til þess ef manneskja er í mikilli yfirvigt eða er mjög létt.
Ég er ekki viss með algengi en þessar aðgerðir eru nokkuð algengar, þeas. brjóstaaðgerðir. Þessar aðgerðir eru oftast framkvæmdar á einkastofum lækna og því ekki endilega til opinberar tölur um hve margar aðgerðir eru gerðar á ári.
Verð á svona aðgerð er líklega um fimm til sexhundruðþúsund krónur.
Hér eru góðar upplýsingar um brjóstaaðgerðir ef þú vilt lesa þér til:
http://www.lytalaekning.is/brjostalyfting.html
http://www.ablaeknir.is/is/adgerdir/brjostaadgerdir
Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá lítalækni og ræða málin, hafa klárar spurningar áður en þú ferð í viðtalið og láta vita hvað það er sem þú óskar eftir. Þú getur svo tekið ákvörðun um hvort þú vilt fara í aðgerðina eða ekki eftir það.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?