Ég átti að byrja á túr fyrir 2 vikum er með ógeðslega mikla túrverki og fæ alveg hrikalega krampa er samt búin að prófa 2 óléttu próf og þau eru bæði neikvæð ,er orðin frekar hrædd um þetta því er nánast fullviss um að ég sé ólétt ,hvað ætti ég að gera?
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Miðað við tímarammann sem þú gefur (tvær vikur frá áætluðum blæðingum) og að þú hafir tekið tvö óléttupróf þá er nokkuð víst að þú ert ekki ólétt. HCG (hormónið) í þvaginu á að vera orðið nógu hátt þegar þú ert komin 2-3 dögum framyfir til að mælast (er í mestum styrkleika í fyrsta pissinu á morgnanna). Stundum mælist þó ekki HCG fyrr en 5-6 dögum eftir að blæðingar áttu að byrja en þetta er allt innan tímarammans þíns. Margt sem getur haft áhrif á blæðingarnar kvenna annað en ólétta…eins og t.d stress yfir að byrja ekki….
Vonandi gengur þér allt í haginn.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?