Hliðarverkanir af bólgu í blöðruhálskirtli

812

góðan dag

ég hef verið að glíma við bólgu í blöðruhálskirtli núna í næstum 3 á mánuði á sýklalyfjum, hef alltaf verið með nokkur mikla verki í eistum enn verkurinn i blöðruhálskirtlinum er nær horfinn, núna tekur við miklir verkir í neðra bakinu og verkir í báðum eistum, ég er að  pæla hvort þetta sé áhrifinn af blöðruhálskirtils bólgunni, einnig er þvagið mitt mjög “’skýjað“ og mikill lykt af því.

Þú skalt fara með þvagprufu strax í rannsókn á heilsugæsluna í þínu hverfi, hjúkrunarfræðingur getur gert rannókn á þvagprufunni meðan þú bíður til að sjá hvort þú sért með þvagfærasýkingu. Þó þú sért á sýklalyfjum þá er ekki víst að þau lyf virki á þær bakteríur sem gætu verið að valda sýkingu í þvagblöðrunni. Verkur aftur í bakið gæti mögulega stafað af sýkungu í nýrum. Það er mjög mikilvægt að þú fáir skoðun á þessu sem fyrst hjá hjúkrunarfræðingi eða lækni á læknavakt. Farðu á vakt á heilsugælsunni strax í dag.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar