Hnútur undir eistun

369

Ég er að velta einu fyrir mér. Ég fæ stundum eins og hnút eða litla baun undir báðum eistunum. Þetta kemur mjög sjaldan og ég hef fundið að þetta kemur alltaf og harðnar þegar ég er við það að fá sáðlát. Er þetta eitthvað sem tengist sáðlátinu? Það fylgir þessu enginn verkur eða neitt svoleiðis.

Það er gott að þetta er ekki að pirra þig og ef hnúturinn hverfur þá er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af.  Líklega er þetta herpingur í sáðrás eða eistnalyppu þegar fullnægingin kemur, pungurinn dregst saman og getur þetta tengst því.  Það er erfitt að segja til um það hvað þetta er hjá þér.  Mjög ólíklegt að þetta sé nokkuð til að hafa áhyggjur af.  Ef þetta fer að trufla þig eða hverfur ekki þá skaltu panta þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni og fá skoðun á þessu.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar