Hrædd um að mömmu líði mjög illa

377

Hæ, eg er buin að vera að spa hvort mömmu minni líði virkilega illa. Hún er í vinnu og í vinnunni eru einu svona vinir hennar sem hun hittir (nema hun spjallar stundum við mömmu vinkonu minnar og systkini sín) mamma og pabbi eru skilin ( eg og pabbi erum samt i goðu sambandi) og hun er mjööög oft pirruð, eg veit ekki einusinni Afhverju. Hun liggur oftast bara uppi í rúmi i herberginu sínu að horfa a sjónvarpið eins og hun se ekki i neinu stuði og með litla orku. Langar að vita hvort það se eitthvað sem eg gæti gert en eg veit aldrei hvað eg a að segja við hana

Það er leitt að heyra um þessar áhyggjur þínar.  Ég tel að það væri best að ræða þetta bara beint við mömmu þína.  Spyrja hana hvort henni líði illa og hvort þú getir eitthvað gert.  Vonandi færðu hreinskilið svar á móti.  En hvort sem hún vill ræða það eða ekki þá ert þú amk. búin að láta hana vita að þú berir umhyggju fyrir henni.  Það er það eina sem þú getur gert.

Það er mikilvægt að þú vitir að þetta er ekki þín ábyrgð, þú getur líklega ekki breytt miklu annað en að sýna hlýju og umhyggju.  Kannki verður umræða frá þér til þess að mamma þín gerir eitthvað í sínum málum, kannski þarf hún að ræða við lækni, sálfræðing eða ráðgjafa.  En þetta eru ákvarðanir sem hún verður að taka sjálf og finna út úr því hvað hún er tilbúin að gera.  Þitt hlutverk getur bara verið að láta hana vita hvernig þér líður og láta hana vita að þú vonir að henni líði vel. 

Ef þér finnst erfitt að ræða þetta þá getur þú æft þig með því að punkta hjá þér hvað þú vilt segja, eða jafnvel senda skilaboð og skrifa niður það sem þú ert að hugsa.  Hreinskilni er best.  Það getur verið erfitt en það hreinsar loftið að ræða málin.  Maður þarf bara að passa sig að ásaka ekki heldur láta vita að þú hafir áhyggjur eða að þér þykir leitt ef henni líði illa.  Þá ert þú í raun að tala um þínar tilfinningar en ekki „ásaka“ hana um að vera alltaf að horfa á sjónvarpið eða vera alltaf pirruð.  Bara forðast það og þá verður þetta í lagi.

Gangi þér vel mín kæra og velkomið að skrifa aftur til tótal ef þú vilt spyrja meira.

Kveðja.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar