Húðlitaðar útstæðar bólur við typpið

370

Ég hef verið að fá húðlitaðar útstæðar bólur í hárvöxtinn við typpið og við fyrsta sentimeterinn á typpinu útfrá líkama. Það er enginn kláði en þær standa út og eru því mjög óþægilegar við rakstur því þá rakast þær af í leiðinni og úr verða mörg sár. Hvað gæti þetta verið og hvað á ég að gera?

Þú þarft að láta tékka á þessu, það þarf að meta hvort þetta gætu verið vörtur.  Eins gæti verið um inngróin hár að ræða sem er leiðnilegt að fá en er ekki smitandi, gætu samt komið slæmar sýkingar í húðina vegna inngróinna hára. 

Þú getur pantað þér á göngudeild húð-og kynsjúkdóma, 5436050, eða pantað þér tíma hjá lækni á heilsugæslustöð.  Þú átt rétt á trúnaði.  Húð- og kyn er ókeypis fyrir alla og heilsugæslan er það líka ef þú ert yngri en 18 ára.  Þú skalt endilega láta kíkja á þetta.  Ef þetta eru vörtur þá gætir þú verið að smita húðina í kring þegar þú rakar í þær og vandamálið orðið meira.    Það er líka séns að þetta séu bara saklausir húðflipar en það getur læknir þá fjarlægt fyrir þig án þess að það sé nokkuð vesen.

Kíktu til læknis sem fyrst með þetta og gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar