Húðlýtalæknir og snyrtifræðingur

  159

  Hæhæ, ég var að pæla hvernig gæti ég orðið svona snyrtifræðingur sem er að gera bótox, varafyllingar, augnháralengingar, plokkun og neglur allt samtímis?

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Þú lærir þetta á snyrtibraut í fjölbrautaskóla fyrir utan varafyllingar og botox. Einn slíkur skóli er t.d. fjölbraut í Breiðholti.

  Varafyllingar er vandasamt verk sem ætti eingöngu að vera í höndum sérfræðilækna svo sem húðlækna og lýtalækna. Í sumum nágrannalandanna, t.d. í Danmörku, er krafist að læknirinn hafi aflað sér sérstakrar þekkingar varðandi meðferðina. Verið er að setja reglur um þetta á Íslandi. Ástæður þessa eru fyrst og fremst að þekkja þarf til ólíkra fylliefna svo rétt efni sé valið og einnig þarf að þekkja til líffærafræði o.fl. við framkvæmd meðferðarinnar. Ef fylliefni sem er uppleysanlegt hefur verið sprautað inn í húðina og þrýstir á æð með minnkuðu blóðflæði þarf læknirinn að geta leyst fylliefnið strax upp með sérstöku lyfi. Slíkt lyf geta eingöngu læknar keypt en lyfið er lyfseðilsskylt.

  Botox er lyf sem eingöngu læknar nota og það er lyfseðilsskylt. Það er stundum þekkt undir nafninu hrukkubani.

  Vona að þetta svari spurningu þinni.

  Bolli Bjarnason, dr. med.
  Húð- og kynsjúkdómalæknir hjá Útlitslækningu

  Heimildir:

   


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar