Hvað á maður að gera ef maður er með einkenni og grunar að maður sé með sveppasýkingu á kynfæri, og hvert getur maður leitað eða hringt?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Ef grunur er um sveppasýkingu er hægt að leita til heimilislæknis sem finnur þá réttu meðferðina fyrir þig eða náð tali af hjúkrunarfræðing á netspjalli Heilsuveru eða Lyfju sem gæti ráðlagt þér hvað best sé að gera.
Annars eru til krem sem hægt er að nálgast í apótekum án lyfseðils, t.d. Pevaryl.
Gangi þér vel.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?