Ég er buin að vera a pillunni nuna i 3 manuði an þess að taka pásu og það hefur alltaf gengið vel og eg hef aldrei farið á milliblæðingar áður, hættir blæðingin að sjalfu ser og eg held bara afram minu striki á pillunni eða þarf eg að taka pillupásu og leyfa full on blæðingum að koma?
Hæhæ,
Þú gætir prófað að taka pilluhlé þegar þetta spjald klárast því milliblæðingar geta komið ef það er tekið meira en 3 spjöld í röð. Annars ef blæðingin hættir ekki er ráðlagt að tala við lækninn sem ávísaði pillunni og þú gætir mögulega prufað aðra tegund ef þessi hentar ekki.
Bestu kveðjur,
Áttavitinn ráðgjöf
Hæ og takk fyrir spurninguna
Milliblæðingar geta verið sjaldgæfar aukaverkanir pillunar. Aðrar ástæður geta verið ólétta, sár í leggöngum eftir samfarir eða leghálskrabbamein, en það er afar sjaldgæft hjá ungum konum.
Hafðu samband við lækninn þinn og fá skoðun og mat á því hvað orsaki milliblæðingarnar og hvort ástæða sé að skipta um pillu.
Mbk.
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?