Hvað á ég að vera þung?

664

Hvað á ég að vera þung? Er 66 ára 179 á hæð og er 101 kg

Ég get því miður ekki sagt þér hve þung þú ættir að vera.  Stundum er stuðst við svokallaðann BMI stuðul og samkvæmt honum ætti kona í þinni hæð að vera 70-80 kg.  Þessi stuðull er þó mjög umdeildur því hér er ekki tekið tillit til vöðvamassa eða vökvasöfnunar.  Þeas. þetta segir lítið til um heilbrigði.  Kona sem er með stóra vöðva myndi sem sagt reiknast sem of þung, rétt eins og kona með litla vöðva og meiri fitu í sömu þyngd.

Besta viðmiðið er þín eigin líðan og heilsa.  Ef þyngdin er ekki að hafa neikvæð áhrif á líðan, hreyfingu og svefn þá ertu í finu lagi.  Það er gott að fara í heilsufarsskoðun til læknis á heilsugæslunni, skoða blóðþrýsting, blóðfitu og blóðsykur.  Þú getur svo fengið ráðleggingar þar hvernig þú getur best bætt heilsuna þína.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar