Sæll/Sæl.
Ég er búin að vera háður klámi frá því að ég var 9 ára gamall og er orðin 17 ára gamall og ég nenni ekki lengur að standa í því. Ég reyni að hætta en það koma dagar sem ég bara rúnka mér án þess að vilja það eftir á.
Hæhæ og takk fyrir spurninguna,
Það er erfitt að losna við fíkn, hvort sem það er fíkn í mat, áfengi, klám eða annað. Það eru til stuðningshópar fyrir ástar- og kynlífsfíkla hér er hlekkur á þá síðu: https://www.slaa.is/
Geðhjálp býður líka upp á fría ráðgjöf í formi stuðnings- og matsviðtala, sem miða að því að skilgreina vanda, veita upplýsingar og leiðbeiningar um viðeigandi úrræði eða meðferð. Hér er hlekkur um meiri upplýsingar varðandi það og hvernig á að bóka tíma: https://gedhjalp.is/fri-radgjof/
Síðan er alltaf hjálparsími Rauða Krossins og netspjallið þeirra, það hentar sumum. Hér er hlekkur þangað: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717/
Ég vona að eitthvað af þessu hjálpi og ekki hika við að hafa aftur samband ef það er eitthvað.
Með bestu kveðju
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?