Hvað er 100% skóli margar einingar?

2088

Hvað er 100% skóli margar einingar?

Sæll og takk fyrir spurninguna.

Spurningin mætti vera nákvæmari því þú nefnir ekki hvað þú ert að spá í að læra. En ég ætla að gefa mér það að þú sért að tala um framhaldsskóla. Það fer auðvitað eftir því hvað þú ert að læra hvað þú þarft mikið til að útskrifast. Fullt nám af t.d. félagsvísindabraut eða náttúruvísindabraut miðast nú við 200 einingar til að útskrifast.

Ég hvet þig til að skoða vel allar svona upplýsingar í þeim skóla sem þú ert í eða ert að hugsa um að fara í. Heimasíður nánast allra framhaldsskóla eru góðar hvað það varðar að skoða mögulegar námsleiðir og eðlilega námsframvindu.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar