Hvað er að ske????
Ég æfi íþrótt sem krefst þess að maður borði mikið, og ég elska af öllu mínu hjarta að borða. En síðustu daga hef ég eiginlega ekki getað borðað neitt af ráði og fæ krapp þegar ég borða og kasta því upp, og kastaði upp t.d 2 sinnum í gær og til að kóróna öll þessi endemis vandræði þurfti endilega eftir æfingu í gær að líða yfir mig vegna matarskorts.. mér líður alfarið vel og get útilokað öll veikindi. Hvað getur verið að ske?
Ps. Þið getið útilokað ólettu, hef aldrei snert strák.
….Nema maður verði óléttur af því að haldast í hendur eða um axlir (Nei joke, var bara að spauga ég veit alveg hvernig maður verður óléttur og ég hef aldrei stundað það áður.
Hæ
Þetta eru leiðindi. Það er spurning hvað þetta hefur staðið yfir lengi hjá þér. Gæti þetta verið magavírus? Ef svo er þá ætti þér að líða betur eftir eina til tvær vikur. Ertu byrjuð á einhverjum nýjum lyfjum sem gætu haft svona leiðinlegar aukaverkanir? Ertu kvíðin eða stressuð? Sofið lítið eða ofreynt þig? Breytist þetta eftir því hvar þú ert í tíðarhringnum? Eins og þú sérð á pælingunum hjá mér þá er ég bara að giska. Það er ótal margt sem getur valdið ógleði og listarleysi. Best að panta tíma hjá lækni og ræða málin til að komast til botns í því hvað er að valda og hvað sé hægt að gera. Þú getur pantað þér hjá lækni á heilsugæslunni í þínu hverfi.
Þú skalt passa þig vel þar til þú ert búin að finna út úr þessu eða ferð að líða betur. Þú skalt slaka á í hreyfingunni. Það er ekki gott að hreyfa sig þegar þú ert ekki með orku til að brenna, þá gengur líkaminn á vöðvana sem er ekki gott fyrir líkamann. Þú gætir prófað að borða þurra fæðu, t.d. ristað brauð eða hrökkbrauð, tekex eða Ritz kex og þannig. Það hjálpar oft við ógleði. Drekka svo vel fyrir eða á eftir.
Vona þér líði betur fljótt.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?