Hvað er aldurstakmark á orkudrykkjum

    2648

    Hvað þarf maður að vera gamall til að drekka orkudrykki

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Það er í raun ekki búið að setja aldurstakmark á sölu orkudrykkja hér á landi en í mörgum öðrum löndum er miðað við 15 ára aldurstakmark. Hámarksneysla af koffíni fyrir börn og unglinga á dag eru ekki nema 2,5 mg/kg.

    Sumir framleiðendur, til að mynda Amino energy taka fram á umbúðum sínum að miðað sé við að einstaklingar undir 18 ára neyti ekki vörunnar.

    Um NOCCO BCAA segir að drykkurinn sé ekki æskilegur fyrir börn, barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti.

    Í venjulegum orkudrykk eru um 100-180 mg (miðað við 330 ml).

    Á heimasíðu Heilsuveru kemur fram að merkja þurfi vörur sérstaklega sem innihalda 150 mg/l eða meira af koffíni með orðunum „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“.

    Sterkari orkudrykki, þ.e. sem innihalda 320 mg/l eða meira af koffíni, má ekki selja hér á landi nema með sérstöku leyfi Matvælastofnunar en nokkrar slíkar vörur hafa fengið leyfi. Slíkt leyfi felur í sér að markaðssetning varanna eigi að einskorðast við fullorðna og að bannað sé að selja þessar vörur einstaklingum undir 18 ára aldri.

    Það þarf að fara varlega með koffínneyslu því of mikið af koffíni getur haft neikvæð áhrif, einkenni á borð við svefntruflanir, höfuðverki og getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón líkamans.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar