Hæhæ.
Nú er ég nýorðin 18 ára kvennsa og búin að vera á blæðingum í nokkur ár, þannig að nú er komin nokkur regla á hringinn. Hann er sléttar 3 vikur=21 dagur. Ég var að velta fyrir mér, er það eðlilegt? Maður heyrir alltaf að hann eigi að vera 28 dagar. En fyrir nokkrum árum var hann alltaf ca.28 dagar en ekki lengur. Getur mikil hreyfing haft áhrif á þessar breytingar eða er það bara ég?
Með fyrir fram þökkum
Hæ
Reglulegur tíðarhringur á (samkvæmt bókinni) að vera 28 dagar. Hringurinn er talinn með blæðingardögunum, s.s. miðað við um 21 dag án blæðinga og svo 5-7 dagar á blæðingum. Eru það þá bara 15-16 dagar án blæðinga hjá þér? Það er fremur stuttur hringur ef svo er.
Það er margt sem getur haft áhrif, stress og mikil hreyfing eða fitutap. Einnig lyf þannig að ef þú ert á einhverjum lyfjum ættir þú að skoða hvort óreglulegar blæðingar séu aukaverkun.
Ef þér líður vel og blæðingar eru eðlilegar fyrir utan að stutt er á milli þá er þetta líklega bara þinn hringur og í fínu lagi með það. Ef þú hefur áhyggjur af þessu eða finnur fyrir einvherjum einkennum eins og miklum túrverkjum eða blæðingar eru litlar/miklar, þá skaltu panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og ræða málin.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?