Hvað er hægt að gera með stjórnmálafræðigráðu

  76

  Góðan dag, ég er 21 ára nemi í stjórnmálafræði hjá HÍ. Er ekki alveg viss um að ég vilji halda áfram á þessari námsleið vegna þess að ég veit ekki hvað er hægt að gera með BA gráðu í stjórnmálafræði á vinnumarkaði.

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Á vefsíðunni Næstu skref kemur fram að sem stjórnmálafræðingur geturðu t.d. unnið í fjölmiðla- og upplýsingageiranum, hjá ráðgjafafyrirtækjum, við alþjóðasamskipti, í stjórnsýslunni eða í tengslum við hagsmunasamtök og þrýstihópa ásamt því að sinna kennslu á framhalds- og háskólastigi.

  Það er ýmislegt sem hægt er að fást við með gráðu í stjórnmálafræði og þarf það alls ekki að vera stjórnmálatengt. Algengt er að gerð sé krafa um háskólagráðu þegar störf eru auglýst, þá oft án þess að tilgreina í hverju.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar