Hæ og takk fyrir spurninguna,
Impressionismi er myndlistarstefna sem á rætur sínar að rekja til Parísar um lok 19. aldar. Þar byrjaði listafólk að mála aðstæður út frá upplifun sinni, helst þegar það er á staðnum, með sterkum litum og grófum penslastrokum.
Helstu einkenni impressjónismans eru:
- margbreytileiki birtunnar og áhrif hennar á litblæ viðfangsefnisins
- sýnilegar/grófar pensilstrokur
- óskýrar útlínur forma
- notkun hreinna litatóna
- myndefni úr daglegu lífi
- óhefðbundin myndbygging/óvenjuleg sjónarhorn
- myndir oftast málaðar úti
- málverkið þarf ekki að vera nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni.
Mbkv,
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?