HVAÐ ER NARCISSUS?

    365

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Narcissus kemur úr grískri goðafræði og var þekktur fyrir fegurð sína. Sagan segir að hann hafi verið að fá sér að drekka úr lind einni og séð spegilmynd sína og orðið ástfanginn upp fyrir haus.

    Þaðan kemur orðið „narcissist“ eða sjálfsdýrkandi.

    Út frá sögunni um Narcissus varð heitið á sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun til. Einkenni hennar eru t.d.:

    • Þörf fyrir athygli.
    • Mikið mat á eigin hæfni – ofur sjálfsálit.
    • Tilætlunarsemi.
    • Hrokafull hegðun.
    • Hafa þá tilfinningu að vera betri en aðrir.
    • Öfundar aðra eða telur að allir öfundi sig.
    • Skortur á samkennd.
    • Nýtir aðra til að ná eigin markmiðum.
    • Þörf fyrir aðdáun annarra.
    • Eiga mjög erfitt með gagnrýni.

    Svo er Narcissus einnig heiti á plöntu.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar