Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Stéttaskipting lýsir ójöfnuði í samfélögum sem byggir á efnahagslegri og félagslegri stöðu einstaklinga.
Það sem ákvarðar stétt er ólíkt eftir samfélögum. Fólk eða hópar geta haft mismunandi hugmyndir um hvað gerir mann „hærri“ eða „lægri“ í stigveldinu. Munurinn getur verið mikill á milli þeirra sem hafa meiri völd í samfélaginu og þeirra sem eru jaðarsettir. Þetta getur verið af ólíkum ástæðum. Völd geta skapast af t.d. peningum, fjölskyldutengslum, menntunar o.fl.
Ójöfnuður hefur þannig mikið að segja um upplifun okkar á stéttaskiptingu. Ef munurinn á milli þeirra sem best hafa það og þeirra sem verst hafa það er mikill þá getum við talað um að það sé mikil stéttskipting í því samfélagi.
Það er áhugaverður pistill á Vísindavefnum sem fjallar um stéttaskiptingu á Íslandi. Þar er talað um stéttir sem formgerðan efnahagslegan og félagslegan ójöfnuð, stéttir sem eiginlegt eða mögulegt hreyfiafl í samfélaginu og stéttir sem tilvísun í virðingarstöðu, stöðuhóp, menningu og lífsstíl.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?