Hvað er tengslaröskun

    1945

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Tengslaröskun er breitt hugtak sem ætlað er að lýsa truflunum á skapi, hegðun og félagslegum tengslum sem stafa af því að eðlileg félagsleg umönnun og athygli er ekki og hefur ekki verið fyrir hendi frá foreldri/foreldrum/umönnunaraðila í barnæsku (6 mánaða – 2ja ára er helsti tíminn).

    Mikilvægasti grunnþátturinn er sá að ungabörn þurfa að þróa tengsl við að minnsta kosti einn aðal umönnunaraðila til að geta myndað eðlilegan félags- og tilfinningaþroska. Barnið lagar sig að óeðlilegum aðstæðum til að varðveita frumtengslin og því veldur rof á þeim brenglun í sjálfsmynd og hæfni þess til að móta tilfinningaleg viðbrögð sín.

    Uppfylli barn greiningarviðmið fyrir einhverfu eða Asperger heilkenni þá útilokar það greiningu á tengslaröskun.

     

    Heimildir:
    Fyrirlestur Björns Hjálmarssonar barnalæknis
    Simply Psychology
    Wikipedia
    Hver er orsök tengslaröskunarog hver er meðferðin?


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar