Hvað er þriðja vaktin?

1633

Tók eftir því að það kemur ekkert upp á google þegar maður leitar að „Hvað er önnur vaktin?“ eða „Hvað er þriðja vaktin?“ svo ég ákvað að biðja ykkur um að bæta því við á síðuna ykkar.

Takk

Sæll og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

Það er vel hægt að ímynda sér að þriðja vaktin sé að vera eins konar framkvæmdastjóri eða verkstjóri heimilisins, það er að segja að vera sá aðili sem hefur yfirumsjón með og verkstýrir verkaskiptingunni inni á heimilinu. Að allt gangi smurt í hinu daglega lífi. Rannsóknir sýna að konur standa þriðju vaktina að mestu leyti einar og sú byrði sem fylgir því að vera á vaktinni allan sólarhringinn hefur mikið andlegt álag í för með sér. Því þriðju vaktinni lýkur aldrei, frá því farið er í vinnu (fyrsta vaktin) og þar til heim er komið og heimilisstörfin taka við (önnur vaktin) þá er þriðja vaktin í gangi allan sólarhringinn.

Þessar upplýsingar voru sóttar af:https://www.vr.is/um-vr/frettir/almennar-frettir/stondum-thridju-vaktina-saman/

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar