Hvað er til ráða við vondri typpalykt?

510

Hæ ég er 13 ára strákur og hef verið að stunda sjálfsfróun svolítið lengi núna en alltaf þegar ég bretti upp á vininn er svona gamalt brund og stundum soldið vond lykt af því (hef aldrei stundað neitt kynlíf) og þegar ég reyni að taka það þá er það soldið vont. En hvernig get ég fjarlægt þetta?

Best að þvo sér bara reglulega með vatni, gott að þvo sér daglega eða kvölds og morgna ef þörf er á.  Muna að bretta upp á forhúð þegar þú ferð í sturtu til að skola undir.  Það er besta leiðin til að losna við óhreinindi undir forhúðinni.  Ef þetta er mikið og þér klæjar eða ef húðin orðin rauð og sár undir þessu þá gætir þú prufað að nota krem sem heitir Daktacort.  Það fæst í apótekinu án lyfseðils og vinnur gegn sveppasýkingu og er græðandi.  Það er alveg óhætt að prófa það.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar