Hvað eru fæðubótaefni og hvernig virkar það

    88

    Hvað er skilgreining orðsins fæðubótaefni og hvað er það? hvað er í mismunandi fæðubótarefnum og hvers vegna? Hvenær er gott að taka fæðubótaefni og hvenær er það óþarfi eða jafnvel óæskilegt.

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Matvælastofnun skilgreinir fæðubótarefni sem:

    „Matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði og sem eru með hátt hlutfall af vítamínum, steinefnum eða annars konar efnum sem hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif. Þessi efni geta verið ein sér eða blönduð saman, og eru markaðssett í formi skammta, nánar tiltekið sem hylki, brjóstsykur, töflur, pillur og í öðru svipuðu formi, duftpokar, vökvaampúlur, dropaglös og í öðru svipuðu formi vökva og dufts sem er ætlað til inntöku í mældum, smáum skömmtum.“

    Það er óþarfi að taka inn fæðubótarefni ef þú færð alla næringu sem þú þarft með fjölbreyttu mataræði. Einnig er misjafnt hvenær mælt er með að fá sér mismunandi fæðubótarefni, sumt er fyrir æfingu, á meðan eða á eftir. Stundum á morgnana, stundum á kvöldin o.s.frv.

    Þetta er ansi stór spurning svo við ráðleggjum þér að gúgla innihaldsefni þeirra fæðubótarefna sem þú hefur í huga.

    Hér er t.d. farið yfir Whey 100, BCAA, Kreatín og Pre-Workout.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar